Alltaf heitt á könnunni

Gestirnir garga á meira kaffi
kr 8.880 á mánuði
  • 1.500gr á mánuði
  • U.þ.b. 90 bollar
  • Sent frítt heim að dyrum

Morgunbollinn

Deginum bjargað
kr 5.590 á mánuði
  • 1.000gr á mánuði
  • U.þ.b. 60 bollar
  • Sent frítt heim að dyrum
Vinsælt

Gott með öðru

Það þarf nú að leyfa sér stundum
kr 3.290 á mánuði
  • 500gr á mánuði
  • U.þ.b. 30 bollar
  • Sent frítt heim að dyrum

Kaffistofan leggur metnað sinn í að koma á virku sambandi við viðskiptavini sína. Það er okkur hjartans mál að bæta heiminn með betra kaffi, einn bolla í einu.

Við ábyrgjumst ánægju viðskiptavina okkar í áskrift. Ef þér líkar ekki við kaffið sem þú hefur valið þá skiptum við bara yfir í annað þangað til við höfum fundið hinn fullkomna bolla fyrir þig.

Áskrifendur geta hætt hvenær sem er, gert hlé á afgreiðslu eða gert breytingu á sinni áskrift sér að kostnaðarlausu. 

Það er ekkert smátt letur. Bara ánægja og hamingja.

Hvaða kaffi má bjóða þér?

Spurningar og svör um kaffiáskrift

Áskrift af kaffi er einföld leið til að tryggja sér nýristað kaffi á auðveldan hátt. 
Áður en þú velur áskriftarleið þá er gott að gera sér annars vegar grein fyrir því magni sem þú vilt fá af kaffi í hverjum mánuði og hins vegar að vanda valið á tegund. Það er t.d. snilld að taka kaffiprófið til að bæla niður mesta valkvíðann. 
Svo er bara að fara í skella sér í áskrift því það er engin binding og Kaffistofan er með 100% ánægjuvernd.
Kaffið færðu svo sent heim þér að kostnaðarlausu og lífið verður bara eitthvað svo miklu auðveldara.

Það er auðvelt að breyta um kaffitegund. Þú skráir þig inn á áskriftarvefinn með símanúmerinu þínu og velur að breyta vöru í flipanum um áskriftina þína. Þá færðu nýtt og spennandi kaffi í næstu afhendingu.

Ef þú ert að fara í frí eða vilt ekki fá næstu sendingu af kaffi þá ferðu bara inn á áskriftarvefinn, skráir þig inn og óskar eftir að færa næstu afhendingu. Eina sem getur stoppað þig er ef næsta afhending er eftir 3 daga eða skemur. Þá erum við nefnilega búin að rista kaffið og sjálfsagt farin að pakka því líka.

Þú skráir þig inn á áskriftarvefinn og velur möguleikan „um þig“. Þar má breyta öllum upplýsingum hvort heldur er nafni, heimilisfangi, netfangi eða skilaboðum til afhendingaraðila um hvar sé best að skilja sendingu eftir ef engin er heima.

Til að segja upp áskriftinni þá sendir þú okkur tölvupóst á netfangið askrift@kaffistofan.is og við bregðumst strax við. 

Þú skráir þig inn á áskriftarvefinn og í upplýsingaflipanum um áskriftina þína þá velur þú að bæta við greiðslumáta.