Kaffi í áskrift

Premio Espresso

Þetta byrjar allt og endar á Ítölskum espresso.  Ríkuleg crema, ákaft bragð og yfirveguð beiskja er afrakstur margra þátta: Val á baunum, hárnákvæm ristun og góðum græjum. Að drekka þetta meistaraverk sem ítalskur espresso er má líkja við helgisið. Kjarninn í  menningu Ítalíu, þar sem kaffi er ekki drykkur heldur ástríða og upplifun.

Copacara – Brasilía

Bolli af karamellum var það fyrsta sem kom í hugann við smökkun á þessum einstaka Brassa. Stöngin inn myndi jafnvel einhver segja.

Maracas – Kólombía

Maracas er jafn dæmigert fyrir Kólombískt kaffi og hristurnar eru fyrir kólombíska tónlist. Frísklegt og fjörugt kaffi með alvarlegan undirtón.

Árdegi – Blanda

Árdegi er kaffiblanda úr sérvöldum baunum frá Brasilíu og Papúa Nýju Gíneu. Njóttu þess að finna kaffið fanga kjarna dögunarinnar. Fullkomið jafnvægið tekur á móti þér með ósvikinni hlýju og mildum tónum sem umvefja skilningarvitin.

Hver sopi er dekur og sætir undirtónar kaffisins dansa glaðhlakkalega um munninn, til vitnis um að stundum er einfaldleikinn bestur. 

Þegar sólin rís þá er ÁRDEGI líkt og góður vinur sem minnir þig á að ljúfustu stundirnar í lífinu eru oft þær sætustu og þú tekur fagnanandi á móti nýjum degi.

Síðdegi – Decaf

Síðdegi býður upp á það besta af báðum heimum. Fullkomið fyrir þá sem vilja njóta bragðsins, ilmsins og félagslegrar upplifunar af kaffi, án þess að fá koffínáhrifin. Það er róandi valkostur á kvöldin og fyrir þá sem vilja takmarka koffínneysl. 

Koffínlaust Síðdegi er frábær kostur fyrir vandlátusta kaffiáhugafólk.

YRGCHFF – Eþíópía

Hér er mikið um að vera. Kaffi frá hinu rómaða Yirgacheffe svæði í sunnanverðri Eþíópíu. Frjósöm moldin og heitir dagar en svalar nætur eru lykilþættir sem gera kaffiplöntunni kleift að dafna í yfir 2000 metra hæð og draga til sín einstakt bragð.
Við höfum kaffið lítið brennt til þess að ávaxtatónar þess fái sem best notið sín.
Sagan segir að kaffi sé upprunið frá Eþíópíu og það fer ekkert á milli mála að lengi býr að fyrstu gerð.

Þetta kaffi á skilið að vera í litskrúðugum og fallegum bolla. (Helst stórum)

Bjartur – Blanda

Ljúft og gott kaffi. Eykur bjartsýni og lífshamingju.

Katla – Blanda

Þetta kaffi rífur þig í gang á morgnana og jafnvel alla sem eru í kringum þig líka. Ríkulegur morgunskammtur af koffíni og bragði, en þó í fullkomnu jafnvægi.