Sagan okkar

Kaffistofan er sameining Kaffipressunnar og Kaffistofunnar, tveggja fyrirtækja með ástríðu fyrir hágæða kaffi. Kaffipressan hefur lengi verið leiðandi í sérkaffi á Íslandi, en Kaffistofan sérhæfði sig í handverkskaffi og kaffibrennslu. Með sameiningunni nýtum við styrkleika beggja – ferskleika, fjölbreytni og persónulega þjónustu. Kaffibrennslan hefur verið flutt til Akureyrar, þar sem við höldum áfram að þróa og efla sérkaffimenningu á Íslandi. Markmið okkar er einfalt: að færa viðskiptavinum einstaka kaffireynslu þar sem gæði og ástríða ráða för.

Norðlensk framleiðsla

Allar okkar baunir eru vandlega valdar, ristaðar og handpakkaðar á Akureyri, þar sem við leggjum metnað í hágæða hráefni, fagleg vinnubrögð og persónulega þjónustu. Við trúum því að gott kaffi byrji á réttum grunni – og fyrir okkur er sá grunnur á Akureyri.

Bragð af norðrinu í hverjum sopa.

Skoða úrvalið

Opnunartímar

Mán - fös: 09:30 - 16:30

Lau: 10:00 - 15:00

Sun: Lokað