DRYK Haframjólk

590 kr.

DRYK Oat Barista er þróað sérstaklega fyrir kaffi, bæði heimavið og fyrir atvinnufólkið. Haframjólkin hefur yndislega, rjómalaga áferð og sæta bragðið af höfrunum fer vel með öllum kaffitegundum, án þess að yfirgnæfa kaffibragðið. Eiginleikar DRYK  gera það að verkum að það er einstaklega auðvelt að flóa haframjólkina, svo þú getur auðveldlega búið til bragðgóðan og ljúffengan kaffidrykk.

Availability: Aðeins 1 eftir á lager

Vörunúmer: DRYK Flokkur:

DRYK Oat Barista er úr alvöru gæða höfrum, ræktuðum á Norðurlöndunum. Þetta þýðir að sykurinnihaldið er lægra en í haframjólk sem framleidd er með sírópi. 

Haframjólkin inniheldur beta-glúkana, sem eru fæðutrefjar sem finnast náttúrulega í höfrum. Ennfremur er drykkurinn auðgaður með kalki, D-vítamíni og B12-vítamíni.

Hafrarnir koma frá ökrum á Norðurlöndum – frá Suður-Finnlandi, Mið-Svíþjóð, Suður-Noregi og Norður-Jótland. Sannkallað “Nordisk samarbejde”. 

Hafrar hafa verið nýttir á Norðurlöndunum í þúsundir ára. Þar vaxa hafrarnir hægar en annars staðar í Evrópu, sem er mikilvægur þáttur í bragði og gæðum. 

Haframjólkin er framleidd í Svíþjóð.

1 líter

HAFRAbasi (vatn, HAFRAR 10%), repjuolía, sýrustillir (dipotassium phosphate), calcium carbonate, calcium phosphates, salt, vítamín (D3, riboflavin og B12) D vítamín 1,0 µg, Riboflavin 0,21 mg, B12 0,38 µg, Kalk 120 mg Beta-glucan 0,4g/100ml / HAFRAR