Skilmálar

Skilmálar vefverslunar Kaffistofunnar

Vörumerkið Kaffistofan er í eigu Greindar ehf, kt. 440413-0480. Vsk Nr: 114978.

Vinsamlegast lestu skilmálana vandlega áður en þú verslar í vefverslun okkar. Með því að nota vefverslun Kaffistofunnar samþykkir þú þessa skilmála.

PERSÓNUUPPLÝSINGAR

Þegar neytandi verslar vöru(r) í vefverslun Kaffistofunnar þarf að gefa upp kreditkortaupplýsingar og aðrar persónuupplýsingar, þ.e. nafn neytanda, heimilisfang, búsetuland, símanúmer og netfang. Með því að skrá sig í áskrift í gegnum vefsíðu Kaffistofunnar, og kaupum á vöru(m) í vefverslun félagsins samþykktir neytandi slíka söfnun persónulegra upplýsinga.

Þegar neytandi skráir sig á póstlista Kaffistofunnar fer netfang neytanda á póstlista. Hægt er að afskrá sig af póstlista Kaffistofunnar með því að smella á vefslóð í tölvupósti sem sendur er á netfang neytanda.

Kaffistofan fer með allar persónuupplýsingar af ýtrustu varúð og sem algjört trúnaðarmál.

Upplýsingar frá neytanda verða ekki afhentar né seldar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Við virðum friðhelgi þína og meðhöndlum persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Þegar verslað er í vefverslun þarf að gefa upp nafn, heimilisfang og netfang. Þessar upplýsingar eru eingöngu nýttar til að ganga frá pöntun, en kaupsaga er vistuð áfram á öruggu svæði. Athugið að kortanúmer eru aldrei geymd á vefsvæðum okkar og einungis er hægt að sjá tegund greiðslu, ef fletta þarf upp pöntun. 

VERÐ

Öll verð á síðunni eru í íslenskum krónum með inniföldum 24% virðisaukaskatti. Verð eru birt með fyrirvara um prentvillur.

Kaffistofan áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Þetta á einnig við ef um villur í reiknireglum vefverslunar er að ræða.

 

 

VÖRUÁBYRGÐ

Kaffipokum og tengdar vörur er hægt að skila en tilkynning um slíkt þarf að berast Kaffistofunni innan sólarhrings frá móttöku pöntunar. Vöru er einungis hægt að skila í upprunalegum umbúðum og í söluhæfu ástandi.

Senda skal tölvupóst á kaffistofan@kaffistofan.is  með pöntunarnúmeri og ástæðu skila.

 

NÁKVÆMNI UPPLÝSINGA

Reynt er eftir bestu getu að hafa réttar upplýsingar og vörumyndir í vefverslun. Upp geta komið tilvik þar sem um minniháttar litamun eða umbúðamun getur verið að ræða. Að öðru leyti eru upplýsingar birtar með fyrirvara um innsláttarvillur eða minniháttar uppfærslutafir.

 

AFHENDING OG FERILL PANTANA

Þegar neytandi verslar í vefverslun Kaffistofunar er hægt að velja á milli þess að fá pöntunina heimsenda eða senda á valdar N1 stöðvar í samvinnu við Dropp.

Þegar valið er að fá vöruna heimsenda eða á næsta pósthús er sendingartími að jafnaði 1-3 virkir dagar. Sendingartími er mismunandi eftir því hvar neytandi býr og hvaða sendingarmáti er valinn.

Pósturinn keyrir út pantanir utan höfuðborgarsvæðisins. Utan höfuðborgarsvæðis er heimsending einungis í boði á þeim svæðum sem Pósturinn býður upp á. Nánari upplýsingar á postur.is.

Mögulegt er að fá pantanir sendar með Dropp á valdar N1 stöðvar. Þangað má sækja pantanir á þeim tíma sem hentar neytanda best.

Hægt er að kynna sér þjónustu Dropp betur með því að smella hér.

Heimsending er einungis í boði innanlands.

Að ákveðnum skilyrðum uppfylltum er ekkert heimsendingargjald á pöntunum. Annars er greitt samkvæmt gjaldi sem bætist við í greiðsluferli. 

Þegar þú hefur lokið við að panta í vefverslun færðu tölvupóst með pöntunarnúmeri og kvittun fyrir vörukaupum. Kvittun jafngildir ekki afgreiðslu, við áskiljum okkur rétt til að bakfæra pöntun ef grunur um einhvers konar misferli vaknar. Þegar vara er farin af stað berst þér staðfesting þess eðlis. Ekki er boðið upp á rekjanlegar sendingar. Pantanir eru afgreiddar alla virka daga.

 

GREIÐSLULEIÐIR

Hægt er að inna greiðslu af hendi með greiðslukorti eða Netgíró. Greind ehf. er eigandi vörunnar þar til andvirði hennar er að fullu greitt.

Ef vandamál vegna greiðslu koma upp eftir á vegna greiðslu (t.d. vákort) áskiljum við okkur rétt til að hafna greiðslunni og hætta við pöntunina.

 

ÖRYGGI VEFSVÆÐIS

Við setjum öryggi viðskiptavina okkar á oddinn. Við notum bestu tækni sem völ er á til að tryggja að allar greiðslur séu öruggar. Undir lok pöntunarinnar flytur síðan þig yfir á https-svæði þar sem þú setur inn kortaupplýsingar.

Hins vegar geta gamlir vafrar verið öryggisógn og því mælum við alltaf með að notendur séu með nýjustu útgáfu af þeim vafra sem þeir kjósa að nota.

Við vistum engar kortaupplýsingar á vefþjónum okkar eða vefsvæðum.

 

BREYTINGAR Á PÖNTUN

Við mælum með því að þú yfirfarir pöntunina vel áður en þú lýkur við hana. Ef þú þarft að breyta pöntun eftir á getur hlotist af því viðbótarkostnaður. Vinsamlegast vísið í pöntunarnúmer ef breyta þarf pöntun og sendið allar fyrirspurnir á kaffistofan@kaffistofan.is.

 

VÖRUSKIL

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir eða endurgreiðum ef þess er óskað. Að öðru leiti vísast til laga um neytendakaup nr.48/2003 og laga um neytendasamninga.

 

HÖFUNDARÉTTUR

Allt efni í vefverslun, þ.m.t. vörumerki, myndir, texti, ljósmyndir, grafík, hljóð og mynd, er í eigu Greind ehf (Kaffistofunnar) og er höfundarvarið.Ekki er heimilt að nota, afrita eða selja efni af síðunni án skriflegs samþykkis okkar.

LÖG OG VARNARÞING

Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna skilmála þessa skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Að öðru leyti en að ofan greinir gilda um skilmála þessa ákvæði gildandi laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (nú nr. 77/2018), ákvæði laga um neytendasamninga nr. 16/2016, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003.  Allir frestir sem neytendur eiga rétt á í lögum um neytendasamninga byrja að líða þegar móttaka vöru hefur átt sér stað.